Lithuanians in Iceland

Í þessum fyrirlestri mun Karl Sigurðsson kynna skýrslu með niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal Litháa á Íslandi. Markmið verkefnisins var að afla upplýsinga sem tengjast búferlaflutningum Litháa til og frá Íslandi síðustu 12 árin eða svo. Í forgrunni var að afla upplýsinga um stöðu Litháa á vinnumarkaði og þá einkum hvers konar störfum þeir gegna og hvernig menntun og hæfni þeirra nýtist á íslenskum vinnumarkaði.
Einnig er spurt um ýmsa þætti sem snerta búferlaflutninga þeirra og stöðu í samfélaginu almennt. Nokkrar spurningar snérust um menntun og námskeið á Íslandi, tengsl við íslenskt samfélag, tengsl við Litháen og fleiri spurningar sem snerta bakgrunn fólks.
Könnun var styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og er hluti af mastersnámi höfundar.